Sunday, March 4, 2018

Ævintýraferð til Indónesíu


Ævintýraferð til Indónesíu 2019 
11. til 29. apríl

Verð: 650 til 675 þús. miðað við gengi á dollar 100 krónur (innfalið allt skv. dagskrá, öll flug, hótel, skoðunarferðir skv. dagskrá, matur að mestu leyti).
[m = morgunmatur, h = hádegisverður, k = kvöldmatur]11. apríl (dagur 1): Flug til Helsinki frá Íslandi um morguninn. Skoðunarferð og frjáls dagur í Helsinki. Um kvöldið verður svo flogið með Finnair frá Helsinki til Singapore.

12. apríl (dagur 2): Lent í Singapore kl. 16.30. Farið inn á hótel þar í borg. Frjáls tími. Hótel: Mercure Singapore On Stevens. Á hótelinu er fjöldinn allur af veitingastöðum.

13. apríl (dagur 3 - m/k):  Hvíld fram að hádegi og eftir það hefst stutt skoðunarferð um borgina og svo verður farið út á flugvöll. Um kvöldið flug til Medan á Indónesíu en sú borg er sú stærsta á Súmötru. Lendum í Medan kl. 19.20. Förum upp á hótel. Hvíld og sameiginlegur kvöldmatur. Hótel: Grand Aston Medan

14. apríl (dagur 4 - m/h/k): Leggjum af stað eldsnemma um morguninn og keyrum í áttina að Berastagi sem er bær  staðsettur rétt við Karo hásléttuna í um 1300 metra hæð. Fyrst förum við að Gundaling hæðinni og virðum fyrir okkur Sinabung og Sibayak eldfjöllin. Eftir það heimsækjum við markað heimamanna í Berastagi og svo keyrum við að Sipiso-Piso fossinum. Eftir það höldum við til Simajarunjung og horfum yfir Toba vatn. Förum svo til bæjarins Parapat sem er staðsettur við norðurenda Toba vatns. Hádegismatur verður snæddur á leiðinni. Leiðin er mjög falleg og stoppum við á nokkrum stöðum og njótum náttúrunnar. Gist verður í Parapat og þar snæðum við kvöldmat. Hvíld og frjáls tími. Hótel: Atsari.15. apríl (dagur 5 - m/h/k): Samosir-eyja - Medan. Eftir morgunverð gögnum við frá hóteli (5 mín.) niður á höfn og förum um borð í bát og siglum á Toba vatni. Við förum í land á ýmsum stöðum, m.a. heimsækjum við Ambarita þorpið og aðra áhugaverða staði. Boðið verður upp á hádegismat um borð í bátnum. Að lokum siglum við til Parapat og keyrum svo til Medanborgar. Kvöldmatur á hóteli. Hótel: Grand Aston Medan.

16. apríl (dagur 6 - m/h): Medan - Jakarta - Jogjakarta. Frjáls tími þennan dag. Hádegismatur á hóteli. Lagt af stað út á flugvöll kl. 13. Flug frá Medan til Jogjakarta með millilendingu í Jakarta kl. 16.05. Lent í Jogjakarta kl. 21.30. Farið inn á hótel og svo frjáls tími. Hótel: Melia Purosani.

17. apríl (dagur 7 - m/h/k): Jogjakarta - Borobudur. Eftir morgunverð verður nágrenni Jogjakarta heimsótt. Hápunktur skoðunarferðar þennan daginn er heimsókn í Borobudur hofasamstæðuna. Eftir það heimsækjum við kaffistað þar sem gestum gefst tækifæri til að smakka hið fræga Luwak kaffi og fá stutta kynningu hvernig það er "ræktað" og framleitt. Snæðum hádegisverð á nálægum veitingastað. Komið aftur upp á hótel seinni part dags. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: Melia Purosani18. apríl (dagur 8 - m/h/k): Skoðunarferð um Jogjakarta - hallarsvæðið. Skoðunarferð um Jogjakarta og heimsækjum við m.a. konungshöllina og Taman Sari. Hádegisverður á nálægum veitingastað. Eftir hádegisverð er hægt að velja á milli þess að halda skoðunarferð áfram og heimsækja eitt af frægari hofum hindúa sem er núna á heimsminjaskrá UNESCO, Prambanan, eða fara aftur upp á hótel og eiga frjálsan eftirmiðdag. Kvöldmatur á hóteli. Hótel: Melia Purosani

19. apríl (dagur 9 - m/h/k): Jogjakarta - Mojokerto - Bromo svæðið. Leggjum eldsnemma af stað (kl. 7.45) og keyrum að Tugu lestarstöðinni og tökum þar lest (Ranggajati lestin) til Mojokerto (kl. 9.56). Hádegissnarl í lestinni. Komum þangað um kl. 13 og keyrum þá í átt að Bromo svæðinu. Ritum okkur inn á hótel. Hvíld og svo sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: Jiwa Jawa Bromo.


20. apríl (dagur 10 - m/h/k): Förum eldsnemma á fætur - fyrir sólarupprás - og keyrum í 3 km til Pananjakan. Síðan göngum við u.þ.b. 1,5 km upp að hæsta útsýnisstað og sjáum sólina rísa. Eftir það förum við niður á "öskusléttuna" (Sea of Ash) og förum á hestum að sjálfu Bromo fjalli. Þar göngum upp að gíg eldfjallsins. Að lokum förum við upp á hótel og hvílumst. Síðar um daginn verður boðið upp á kaffikynningu /-smökkun. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: Jiwa Jawa Bromo.

Valkvæð ferð eftir hádegi - fjallganga:
Lagt verður af stað kl. 14 og keyrt að "öskusléttunni". Þar verður gengið að fjallsrótum Batoks (2470 m) og svo verður fjallið klifið. Það tekur um tvo tíma og njótum við aðstoðar reyndra fjallgöngumanna. Þegar við komum upp á topp fjallsins sjáum við vel yfir sléttuna og nálgæt Bromo fjall. Njótum sólarlagsins og höldum svo aftur niður fjallið. Komið aftur upp á hótel kl. 19. Greiða verður aukalega fyrir þessa ferð.

21. apríl (dagur 11 - páskadagur - m/h): Bromo - Surabaya - Bali / Ubud. Keyrum til Surabaya og fljúgum þaðan til Bali / Ubud kl. 16.25. Lagt af stað til Surabaya kl. 10.30. Hádegismatur rétt hjá Surabaya. Lent í Denpasar á Bali kl. 18.40. Keyrum til Ubud (24 km). Ritum okkur inn á hótel og hvílumst. Hótel: Plataran Ubud.

22. apríl (dagur 12 - m/k): Ubud. Gönguferð snemma um morguninn fyrir þá sem það vilja. Frjáls tími þennan dag. Hótelið býður jafnframt upp á ýmiss konar uppákomur, m.a. kynningu á hrísgrjónaræktun og heimsókn á nálægan hrísgrjónaakur o.fl. Um eftirmiðdaginn verður boðið upp á stutta kynnisferð um Ubud. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: Plataran Ubud.

Valkvæðar uppákomur þennan dag (birt með fyrirvara - getur tekið einhverjum breytingum):
8 til 9: Morgunganga.
11 til 12: Kynning á því hvernig "gebogan" (Balísk blómaskreyting) er búið til.
16 til 17: Eftirmiðdagste.
23. apríl (dagur 13 - m/k): Ubud. Jóga um morguninn fyrir þá sem það vilja. Frjáls tími þennan dag. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: Plataran Ubud.

Valkvæðar uppákomur þennan dag (birt með fyrirvara - getur tekið einhverjum breytingum):
8 til 9: Morgunjóga.
11 til 12: Kynning á þjóðbúningum frá Balí.
16 til 17: Eftirmiðdagste.


24. apríl (dagur 14 - m/h/k): Eftir morgunverð ritum við okkur út af hótelinu í Ubud og keyrum í átt að ströndinni. Heimsækjum fyrst Taman Ayun hofið. Svo keyrum við til Bedugul þorpsins á hásléttu Bali (1500 m) en þar allt í kring er mikil náttúrufegurð. Þar er m.a. Beratan vatn sem er í raun gamall eldgígur.  Við keyrum svo til Nusa Dua og ritum okkur þar inn á glæsilegt hótel sem er staðsett alveg við ströndina. Hvíld og svo sameiginlegur kvöldverður. Hótel: The Laguna Resort.

25. apríl (dagur 15 - m/h/k - sumardagurinn fyrsti / yngismeyjardagur): Frjáls tími eða hægt er að skrá sig í ferð til Komodo-eyju. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hótel: The Laguna Resort.

Hér verður boðið upp á dagsferð til Komodo eyja. Greiða þarf aukalega fyrir það, c.a. 400 til 430 USD (fer eftir þátttöku). Lagt verður af stað kl. 6.15. Flogið verður kl. 8 (IW 1888) til Labuan Bajo og lent þar kl. 9.15. Þaðan verður farið með hraðbáti út í eina af Komodo eyjunum, Rinca-eyju. Þar er fjölskrúðugt dýralíf, m.a. hinar frægu Komodo eðlur. Flug frá Labuan Bajo kl. 16 (IW 1899) og lent á Bali kl. 17.20. Komið svo aftur upp á hótel um kl. 19. Kvöldmatur snæddur kl. 20.30.

26. apríl (dagur 16 - m/k): Frjáls tími. Sameiginlegur kvöldverður - síðasta kvöldmáltíðin í Indónesíu - grillveisla á ströndinni. Hótel: The Laguna Resort.

27. apríl (dagur 17 - m): Flug frá Bali kl. 15.40 til Singapore. Lent í Singapore kl. 18.25. Farið inn hótel. Frjáls tími um kvöldið. Hótel: Mercure Singapore On Stevens.

28. apríl (dagur 18 - m): Frjáls tími í Singapore. Flug um kvöldið frá Singapore til Helsinki og þaðan til Íslands.

29. apríl (dagur 19): Lent í Helsinki um morguninn og svo þaðan flug til Íslands.

Ýmsir tenglar:
Eldgosið í Krakatá - heimildamynd.
Gengisskráning
Viðbrögð við jarðskjálftum 
Orð og setningar á bahasa